Innbrot í Rimaapótek

Brotist var inn í Rimaapótek í Grafarvogi um klukkan hálf sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð vart við innbrotið þegar þjófavarnarkerfi fór í gang.

Þjófurinn eða þjófarnir komust inn í apótekið með því að brjóta rúðu í útidyrahurð. Lyfjaskúffur voru opnaðar, en að sögn lögreglu virðast engin lyf hafa verið tekin og bendir ýmislegt til þess að leitað hafi verið að tilteknum lyfjum.

Eftirlitsmyndavélar eru í apótekinu og lögregla skoðar nú upptökur úr þeim.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert