Sérfræðilæknar hafna frestun samningsslita

Hér á landi getur fólk leitað á ýmsa staði til …
Hér á landi getur fólk leitað á ýmsa staði til að fá læknisaðstoð. Heilsugæslustöðvarnar eða sjálfstætt starfandi heimilislæknar eiga samkvæmt uppbyggingu kerfisins að vera fyrsta val sjúklinga en það er líka hægt að leita beint til sérfræðinga að eigin vali. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ráðherra óskaði eftir því að við frestuðum samningsslitum um tvo mánuði og það var tekið til umræðu á mjög fjölmennum fundi," segir Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Á fundi sem haldinn var í félaginu nú í kvöld var samhljóða lýst yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd félagsins. Samningar Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna rennur út um mánaðamótin og þurfa sjúklingar þá að greiða fullt verð fyrir þjónustu en fara fram á endurgreiðslu eftir á.

Sérfræðilæknar gáfu eftir 9,4% samningsbundna hækkun launa sem átti að koma til framkvæmda 1. apríl árið 2009. LR hefur nú boðið SÍ kyrrstöðusamning til þriggja ára, sem felst í því að umfang þjónustunnar sé óbreytt en sú 9,4% hækkun sem gefin var eftir 2009 komi nú til framkvæmda í áföngum. Ekki hefur náð samkomulag um þetta. „Við föllumst ekki á þessa 2 mánaða frestun en bendum hinsvegar á að enn séu þrír dagar til stefnu til að semja og það liggur alveg fyrir hvað við erum tilbúnir að semja um," segir Steinn og bætir við að boltinn liggi nú hjá SÍ, sem þurfi að taka næsta skref ef samningar eiga að nást fyrir mánaðamót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert