53% af Icesave greiðist í ár og á næsta ári

Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður.
Tryggvi Þór Herbertsson alþingismaður. mbl.is/Valdís

Meira en helmingur af Icesave-skuldinni verður greiddur á þessu og næsta ári. Þetta sagði Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.

Tryggvi Þór sagði að kosningarnar um Icesave 9. apríl snerust ekki um að borga það sem í samningunum fælist, ef það þyrfti að borga eitthvað, eða borga ekki. Við myndum ekki sleppa undan þessu máli með því að segja nei.

Tryggvi Þór sagði að Icesave-krafan hljóðaði upp á 670-680 milljarða. „Það er talið að þrotabú Landsbankans muni borga 40% af þessari kröfu á þessu ári og 13% á næsta ári o.s.frv. Um 3/4 af því sem þarf að borga á þessu ári er til í beinhörðum peningum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert