70% aka minna í kjölfar eldsneytishækkana

Sjö af hverjum tíu ökumönnum hafa dregið úr bifreiðanotkun í kjölfar eldsneytishækkana, að því er kemur fram í nýrri könnun MMR á bifreiðanotkun almennings. Nokkur munu er á breyttri bifreiðanotkun eftir aldri og tekjum.

Í könnuninni sögðust 28,2% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar hafa minnkað bifreiðanotkun sína mikið og 41,7% minnkað hana lítillega. 25% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu bifreiðanotkun sína
ekkert hafa breyst og einungis 0,6% svarenda sögðust hafa aukið bifreiðanotkun sína. 4,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust ekki nota bifreið.

Nokkur munur reyndist á breytingu á bifreiðanotkun í kjölfar eldsneytishækkana eftir aldri og tekjum. Yngra fólkið hefur síst dregið úr bifreiðanotkun en 59,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar á
aldrinum 18-29 ára sögðust hafa minnkað bifreiðanotkun sína borið saman við 71,9% svarenda á aldrinum 30-49 ára og 76,5% svarenda á aldrinum 50-67 ára 

Könnunin var framkvæmd dagana 8.-11. mars 2011 og var heildarfjöldi svarenda 902 einstaklingar.

Spurt var: „Hefur bifreiðanotkun þín breyst í kjölfar hækkana á eldsneyti?“

Svarmöguleikar voru: Minnkað mikið, minnkað lítillega, ekkert breyst, aukist lítillega, aukist mikið og nota ekki bifreið.

Samtals tóku 99% afstöðu til spurningarinnar.

 




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert