70% segja nei við Icesave á Facebook

mbl.is/Ómar

Tæplega fimm þúsund manns hafa tekið þátt í óformlegri skoðanakönnun á Facebook um það hvort Íslendingar eigi að samþykkja Icesave-lögin eður ei. Hafa 69,9% sagt nei við Icesave á meðan 19,4% segja já. 10,7% þátttakenda eru óákveðnir.

Alls hafa 4.892 greitt atkvæði í kosningunni. 3.415 segja nei, 951 segir já og eru óákveðnir 526.

Andstæðingar og stuðningsmenn Icesave hafa stofnað síður á Facebook þar sem þeir koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Hafa yfir 5.700 skráð sig inn á nei-síðuna en 1.460 hafa skráð sig á síðu Áfram hópsins sem vill samþykkja Icesave-lögin.

Á nei-síðunni er opið fyrir umræður og geta allir stofnað til þeirra á veggnum. Á já-síðunni geta þátttakendur aðeins skrifað athugasemdir við umræður sem stjórnendur hafa stofnað til. Á síðunum hafa farið fram fjörugar umræður.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin fer fram laugardaginn 9. apríl nk.

Facebook-síða þeirra sem segja nei við Icesave.

Facebook-síðar þeirra sem segja já við Icesave.

Kynning Lagastofnunar Háskóla Íslands á Icesavesamningunum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert