Húsleitir í Lúxemborg

Höfuðstöðvar Kaupþings í Lúxemborg áður en bankinn féll.
Höfuðstöðvar Kaupþings í Lúxemborg áður en bankinn féll. Reuters

Lögreglan í Lúxemborg gerði í dag húsleitir í tengslum við rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) og embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings skömmu fyrir hrun bankans.

Í tilkynningu á vef SFO kemur fram að aðgerðirnar í dag tengist húsleitunum sem fóru fram í London og Reykjavík þann 9. og 10. mars sl. 

Í dag gerði lögreglan í Lúxemborg húsleitir hjá þremur fyrirtækjum og á tveimur heimilum.

Yfir 70 starfsmenn frá SFO, embætti sérstaks saksóknara og lögreglunni í Lúxemborg tóku þátt í aðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert