„ASÍ þarf að fara að sýna klærnar“

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„ASÍ þarf að fara að sýna klærnar,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, en hann segir að mikill óþolinmæði gæti hjá launafólki með ganginn í kjaraviðræðum.

Aðalfundur Framsýnar verður haldinn í kvöld og verður staðan í kjaraviðræðunum rædd á fundinum. Aðalsteinn segir að nú verði eitthvað að fara að gerast. Kjarasamningar hafi runnið út um áramót og fólk geti ekki beðið lengur eftir launahækkunum. Fólk sé orðið mjög óþolinmótt og sætti sig ekki við þennan hægagang í kjaraviðræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert