Stýra fjársterkum sjóðum

Alþingishúsið við Austurvöll
Alþingishúsið við Austurvöll

Nokkrir þeirra erlendu auðmanna, sem vilja fjárfesta hér á landi gegn því að fá íslenskan ríkisborgararétt, stýra vogunar- og fjárfestingarsjóðum.

Einn þeirra, Aaron Robert Thane Ritchie,  er stofnandi og forstjóri vogunarsjóðsins Ritchie Capital Management, sem fjárfestir einkum á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Annar þeirra, Rodney Chadwick Muse, er einn af eigendum fjárfestingarfélagsins Navis Capital Partners, sem er sagt sérhæfa sig í uppkaupum, endurfjármögnun og endurskipulagningu fyrirtækja. 

Fyrirtækið fjárfestir einkum í Ástralíu og Asíu. Fyrirtækið var stofnað 1998 og er með skrifstofur í Kuala Lumpur í Malasíu.

Kanadíski lögfræðingurinn David Lesperance hefur komið fram fyrir hönd hópsins en hann sérhæfir sig í að aðstoða auðmenn við að útvega sér ríkisborgararétt í mörgum löndum, m.a. vegna skattahagræðis. 

Fram hefur komið, að íslendingar í fyrirtækinu  Northern Lights Energy standi á bak við hugmyndina um að útlendingarnir 10 sæki hér um ríkisborgararétt. Að því fyrirtæki standa Gísli Gíslason, Sighvatur Lárusson og Sturla Sighvatsson.

Northern Lights Energy komst nýlega í fréttir eftir að það samdi við Liberty Electric Cars í Oxford í Englandi um sölu á 150 rafknúnum Range Rover jeppum á Norðurlöndum á næstu fjórum árum. Samningurinn hljóðaði upp á 24 milljónir punda, nærri 4,5 milljarða króna. 

Viðskiptablaðið birti bréf sem fylgdi umsókn tímenninganna og nöfn þeirra 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert