Sakar fjármálaráðuneytið um spuna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ernir

„Frábær spuni hjá fjármálaráðuneytinu: Málaferlin um forgangskröfur töpuðust (heildsöluinnlán úrskurðuð forgangskröfur) en það eyðir óvissu og minni óvissa er góð,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í kvöld og segist gefa þessari frammistöðu fjórar stjörnur.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að heildsöluinnlán væru forgangskröfur í bú gamla Landsbankans samkvæmt neyðarlögunum sem sett voru hér á landi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Skilanefnd bankans hafði gert ráð fyrir heilsöluinnlánum sem forgangskröfum og því hefur niðurstaðan í morgun ekki áhrif á mat nefndarinnar á búinu.

Ef heildsöluinnlánin hefði hins vegar ekki verið úrskurðuð forgangskröfur hefði það þýtt að íslenski innistæðutryggingasjóðurinn hefði getað gert sér vonir um að fá meira í sinn hlut úr búinu en skilanefndin hefur gert ráð fyrir.

Facebook-síða Sigmundar Davíðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert