Hvetja félagsmenn til að kjósa já

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Eggert

Formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs hvetja félagsmenn og stuðningsmenn VG til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave og kjósa „já“.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður flokksins, birta ávarp til félagsmanna á vef flokksins, www.vg.is.

„Kosningarnar snúast um það hvort ásættanlegt sé að ljúka nú loks þessu máli með hagstæðum samningum eða að öllum líkindum missa forræði á því til dómstóla og bíða niðurstöðu með tilheyrandi töfum, óvissu og áhættu.  

Það er sannfæring okkar að með því að kjósa JÁ þann 9. apríl séum við að lágmarka skaðann í þessu sorglega máli eins og kostur er. Með því að kjósa NEI verður óvissan framlengd og mikil áhætta tekin. Í því ástandi sem við búum enn við og í ljósi þess hversu endurreisnin er brýn, ekki síst til að við getum einbeitt okkar að því að ná niður atvinnuleysinu, er JÁ mun skynsamlegri kostur.

Að lokum viljum við hvetja alla til að kynna sér málið eftir föngum, nýta  lýðræðislegan rétt sinn þann 9. apríl næstkomandi og mæta á kjörstað. Hér er um afdrifaríkar kosningar að ræða,“ segir meðal annars í ávarpinu.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert