Óþekkt ástand í sögu mannkyns

Rannsaka á vetursetu lundans.
Rannsaka á vetursetu lundans. mbl.is/Eggert

Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið í Norður-Atlantshafi á undanförnum árum og þær líklega haft áhrif á íslenska sjófuglastofna.

Ekkert lát virðist vera á hitasveiflu yfirborðs hafsins upp á við sem staðið hefur frá 1996. Óljóst er hvort hnattræn hlýnun bætist þar ofan á, að sögn Erps Snæs Hansen líffræðings. Gerist það skapast ástand sem er óþekkt í sögu mannkyns á norðurslóðum.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hópur vísindamanna, þar á meðal Íslendingar, er að afla styrkja í verkefni sem miðar að því að setja smágerð langvirk staðsetningartæki á bæði lunda og fýla. Tilgangurinn er að komast að því með vissu hvert þessir íslensku sjófuglar leita á veturna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert