57% ætla að segja nei

56,8% kjósenda ætla að segja nei við Icesave-samningnum í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Stöð tvö. 43,2% svarenda ætlar að segja já. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem sýnir að fleiri séu á móti samningnum en styðja hann.

Könnunin var gerð dagana 4.-6. apríl. Svarhlutfall var rúmlega 60%. Spurt var: Ef kosið yrði um nýjustu Icesave-lögin í dag, hvort myndir þú kjósa með eða á móti?

Samkvæmt könnuninni ætlar aðeins fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins að styðja samningana en um 75% er á móti þeim. Þetta er ívið meiri andstaða við Icesave en hjá kjósendum Framsóknarflokks. Flestir kjósendur Samfylkingarinnar ætla að styðja Icesave, en kjósendur VG er skiptir í afstöðu til málsins.

Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á afstöðu kjósenda til Icesave-samninganna síðustu vikurnar. Í þeim öllum hafa fleiri sagt ætla að styðja samningana en vera móti þeim.

Síðasta könnun Capasent, sem gerði fyrir Áfram-samtökin, sýndi að 55,3% þeirra sem tóku afstöðu ætluðu að segja já, en 44,7% ætluðu að segja nei. Sú könnun var gerð dagana 23.-30. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert