Drifu upp kjördeild í Tosbotn

Kjörklefinn var fábrotinn en kjörkassinn vígalegri.
Kjörklefinn var fábrotinn en kjörkassinn vígalegri. Ljósmynd/Reynir Georgsson

Starfsmenn Ístaks í Tosbotn í Noregi gátu ekki setið hjá á kjördeginum um Icesave samninginn. Einn starfsmanna sendi tölvubréf og sagði að þeir hafi drifið upp kjördeild á mettíma og kosið um ICESAVE.

Atkvæðin verða þó ekki með í heildartalningunni hér á landi í kvöld enda ekki um opinbera kjördeild að ræða. Þegar er búið að telja öll atkvæðin sem greidd voru í Tosbotn, enda ekki nema 21 talsins.

Atkvæði féllu þannig að já sögðu þrír og nei sögðu 18. Auðir seðlar og ógildir voru tveir. Á kjörskrá voru 27 og kjörsókn var 85%.
 
Starfsmenn Ístaks í Tosbotn biðja fyrir kæra kveðju heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert