Fólk streymir á kjörstað

Allt stefnir í ágæta þátttöku í Icesave-kosningunni í dag en klukkan 12.00 á hádegi höfðu 12,21% kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi suður greitt atkvæði, eða rúmlega 3% fleiri en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrra. Höfðu alls 5.428 greitt atkvæði klukkan 12.00.

Þannig höfðu 8,93% kjósenda greitt atkvæði klukkan 12.00 í kjördæminu á sama tíma í Icesave-kosningunni 6. mars 2010 en til samanburðar höfðu 13,69% kjósenda kosið klukkan 12.00 í kjördæminu í þingkosningunum 2009.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 4.879 kosið eða 10,96% en þátttakan var 7,97% 6. mars 2010. Til samanburðar höfðu 13,08% kosið á sama tíma í þingkosningunum 2009.

Í Suðvesturkjördæmi var kjörsóknin um það bil 12,2% klukkan 12.00 á hádegi en starfsmenn á kjörstað höfðu samanburðartölur frá síðustu árum ekki við höndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert