Forsetinn ruglar

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason.

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segir á vef sínum í dag, að líklega hafi forseti Íslands ekki ruglað jafn mikið um Icesave-málið og á fréttamannafundinum á Bessastöðum í dag. Sé þó af nógu að taka.

„Forseti Íslands segir að viðhorf  ýmsa fjölmiðla ráði mestu um hver viðbrögð annarra ríkja verði við Icesave-málinu. Allir vita að forseti Íslands nærist á fjölmiðlaumfjöllun og þrífst ekki utan þeirra kastljóss. Samskipti þjóða fara hinsvegar ekki í gegnum ritstjórnir fjölmiðla, hvorki þessa hér, eða þessa hér og hvað þá þessa hér – sama hvað forseti Íslands heldur um það,“ segir Björn Valur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert