Gríðarlegt þroskamerki í umræðunni

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði að sér hefði þótt þjóðfélagsumræðan í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin efnisríkari, málefnalegri og víðtækari en hann hefði séð áður.

„Auðvitað féllu stór orð og mönnum var heitt í hamsi. En aldrei fyrr hefur jafnmikill fjöldi venjulegs fólks (...) komið fram á völlinn og skrifað alveg frábærar greinar," sagði Ólafur Ragnar. 

Hann sagði að hingað til hefði slík umræða einskorðast við þá sem væru í pólitískri forustu í landinu.  En umræðan nú sýndi gríðarlegt þroskamerki meðan þjóðarinnar og hún hefði dregið fram á völlinn stóran hóp af fólki, sem hefði haft mikil áhrif á umræðuna og skapað ný viðmið fyrir þá sem starfa á vettvangi stjórnmálanna.

Ólafur Ragnar vildi á blaðamannafundinum ekki upplýsa hvernig hann kaus í atkvæðagreiðslunni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert