Guðfríður Lilja sett af

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Þau tíðindi urðu á þingflokksfundi Vinstri-grænna í dag, að Guðfríði Lilju Grétarsdóttur var velt úr sæti formanns þingflokksins. Þetta var fyrsti þingflokksfundurinn sem Guðfríður Lilja mætti á eftir að kom aftur úr fæðingarorlofi.

Árni Þór Sigurðsson, sem verið hefur starfandi formaður þingflokksins á meðan Guðfríður Lilja hefur verið í fæðingarorlofi, var kjörinn formaður með átta atkvæðum gegn fjórum, en einn skilaði auðu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hófst fundurinn á því að Þuríður Bachman bar upp tillögu þess efnis að Árni Þór, hún og Lilja Rafney Magnúsdóttir yrðu kjörin í stjórn þingflokksins. Lilja Rafney var ekki á fundinum en Þuríður hafði umboð hennar til að greiða atkvæði um tillöguna og var Lilja Rafney einnig í símasambandi við fundinn.

Eftir að tillagan hafði verið borin upp bað Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, um stutt fundarhlé til að ræða við Guðfríði Lilju um tillöguna. Eftir samtal þeirra voru greidd atkvæði og fór atkvæðagreiðslan sem fyrr segir, þannig að Árni Þór var kjörinn formaður.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason hafi verið þeir þingmenn sem studdu Guðfríði Lilju til áframhaldandi setu á formannsstóli, en það hefur ekki fengist staðfest frá þeim sjálfum.

Heimildir herma einnig að Guðfríður Lilja hafi átt að fá formannssæti í utanríkismálanefnd að launum fyrir að samþykkja þessa tilhögun án kosninga, en samkvæmt tillögu Steingríms J. hafi Árni Þór þó átt að hafa forgöngu um Evrópumálin þrátt fyrir það. Málið virðist því hafa verið rætt og undirbúið nokkuð ítarlega fyrir þingflokksfundinn.

Spurð um málið staðfestir Guðfríður Lilja að á fundinum hafi formannsskipti orðið í þingflokknum.  „Þetta kom mér á óvart," segir hún.

Hún hafi verið formaður þingflokks þegar hún fór í fæðingarorlof og öllum venjum samkvæmt og í anda fæðingarorlofslaga, þá eigi manneskja sem fer í fæðingarorlof að ganga aftur inn í sína fyrri stöðu þegar hún kemur aftur til starfa.

„VG er jú hreyfing sem kennir sig við femínisma og kvenfrelsi og fer mikinn oft í þeim efnum. Þetta er ekki í anda fæðingarorlofslaga eða siða, skulum við segja. Þá hefur VG verið tíðrætt um kynjahlutföll í ríkisstjórn, á þingi og í ábyrgðarstörfum, hér er ekki beinlínis verið að bæta stöðu kvenna sem koma úr fæðingarorlofi í því samhengi. Það hefði verið eðlilegra fyrir femínistaflokkinn, fyrst það lá svona á að ég færi frá, að velja sér aðra konu. En veruleikinn er sá að Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur þessu embætti í minni fjarveru lagði mikla áherslu á að gegna þessu embætti áfram. Og þingflokkurinn varð við því."

En tengir Guðfríður Lilja þetta við Icesave-kosningu gærdagsins? Guðfríður Lilja lagðist hart gegn fyrsta samningnum og fékk bágt fyrir í sínum flokki.

„Ja, þetta gerist daginn eftir Icesave-kosninguna. Þau verða sjálf að svara því. Það voru margir mjög ósáttir við mína afstöðu í Icesave, að ég skyldi gagnrýna stefnu stjórnvalda, auk þess hef ég alltaf stutt þjóðaratkvæðagreiðslu, en það er annarra að svara fyrir ástæður þess að ég er sett af með þessum hætti.

Hún kveðst einfaldlega hafa svarað flokksfélögum sínum því til að hún ætlaði ekki að fara í samningaviðræður um réttindi sín sem konu sem kemur aftur úr fæðingarorlofi. Ekki þyrfti að semja um eitt né neitt, heldur einfaldlega að kjósa ef fólk vildi það. „Og það var gert," segir Guðfríður Lilja.

mbl.is

Innlent »

Mikið fylgistap Flokks fólksins

05:47 Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Meira »

Fordæma lögbann sýslumanns

05:40 Gagnsæi, samtök gegn spillingu, fordæmir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media á málefni sem tengjast Glitni og forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni. Meira »

Í vímu á miklum hraða

05:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns á Vesturlandsvegi, við Úlfarsfell, sem reyndist aka á 113 km hraða þar sem heimilt er að keyra á 80 km/klst. Meira »

240 milljarða arðgreiðslur

05:30 Viðskiptabankarnir eru í stakk búnir til þess að greiða allt að 240 milljarða króna í arð til eigenda í því skyni að eiginfjárhlutfall þeirra verði með svipuðu sniði og annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins. Meira »

Læknar svari fyrir mikla ávísun

05:30 Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir barnalækna verða að svara fyrir mikla lyfjaávísun til ungra barna. Meira »

Hálfrar aldar aldursmunur á oddvitum

05:30 Hálf öld skilur að elsta frambjóðandann í oddvitasæti fyrir alþingiskosningarnar og þann yngsta.  Meira »

Kjaradeilur í fluginu þokast hægt

05:30 Hægt hefur miðað í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair að undanförnu.  Meira »

Reglur um val og veitingu bastarður

05:30 „Núverandi reglur og valnefndarreglurnar sem áður giltu og ég tel að hafi verið mun betri eru til að sætta tvö sjónarmið, faglegheit og rétt sókna til að velja hvern sem er. Það er ekki hægt nema úr verði hálfgerður bastarður sem við verðum aldrei sátt við.“ Meira »

Öll undir sama þaki

05:30 Samiðn og iðnfélögin Byggiðn - Félag byggingamanna og Félag iðn- og tæknigreina hafa undirritað kaupsamning við Birtu lífeyrissjóð um kaup þessara félaga á eignarhlut lífeyrissjóðsins í Stórhöfða 31. Meira »

Bannað að pakka myntum heima

05:30 Fyrirtækið Arkiteo þurfti að afturkalla myntutöflur sem það hefur látið framleiða hjá Pharmarctica og láta farga í viðurvist heilbrigðisfulltrúa. Meira »

Umtalsvert lægra verð fyrir síld

05:30 Markaðir fyrir síldarafurðir hafa verið erfiðir í haust, verð verið umtalsvert lægra en í fyrra og treglega gengið að losna við afurðir. Friðleifur Friðleifsson, deildarstjóri hjá Iceland Seafood, segir að útlitið sé ekki sérlega gott. Meira »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...