Guðfríður Lilja sett af

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Þau tíðindi urðu á þingflokksfundi Vinstri-grænna í dag, að Guðfríði Lilju Grétarsdóttur var velt úr sæti formanns þingflokksins. Þetta var fyrsti þingflokksfundurinn sem Guðfríður Lilja mætti á eftir að kom aftur úr fæðingarorlofi.

Árni Þór Sigurðsson, sem verið hefur starfandi formaður þingflokksins á meðan Guðfríður Lilja hefur verið í fæðingarorlofi, var kjörinn formaður með átta atkvæðum gegn fjórum, en einn skilaði auðu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hófst fundurinn á því að Þuríður Bachman bar upp tillögu þess efnis að Árni Þór, hún og Lilja Rafney Magnúsdóttir yrðu kjörin í stjórn þingflokksins. Lilja Rafney var ekki á fundinum en Þuríður hafði umboð hennar til að greiða atkvæði um tillöguna og var Lilja Rafney einnig í símasambandi við fundinn.

Eftir að tillagan hafði verið borin upp bað Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, um stutt fundarhlé til að ræða við Guðfríði Lilju um tillöguna. Eftir samtal þeirra voru greidd atkvæði og fór atkvæðagreiðslan sem fyrr segir, þannig að Árni Þór var kjörinn formaður.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason hafi verið þeir þingmenn sem studdu Guðfríði Lilju til áframhaldandi setu á formannsstóli, en það hefur ekki fengist staðfest frá þeim sjálfum.

Heimildir herma einnig að Guðfríður Lilja hafi átt að fá formannssæti í utanríkismálanefnd að launum fyrir að samþykkja þessa tilhögun án kosninga, en samkvæmt tillögu Steingríms J. hafi Árni Þór þó átt að hafa forgöngu um Evrópumálin þrátt fyrir það. Málið virðist því hafa verið rætt og undirbúið nokkuð ítarlega fyrir þingflokksfundinn.

Spurð um málið staðfestir Guðfríður Lilja að á fundinum hafi formannsskipti orðið í þingflokknum.  „Þetta kom mér á óvart," segir hún.

Hún hafi verið formaður þingflokks þegar hún fór í fæðingarorlof og öllum venjum samkvæmt og í anda fæðingarorlofslaga, þá eigi manneskja sem fer í fæðingarorlof að ganga aftur inn í sína fyrri stöðu þegar hún kemur aftur til starfa.

„VG er jú hreyfing sem kennir sig við femínisma og kvenfrelsi og fer mikinn oft í þeim efnum. Þetta er ekki í anda fæðingarorlofslaga eða siða, skulum við segja. Þá hefur VG verið tíðrætt um kynjahlutföll í ríkisstjórn, á þingi og í ábyrgðarstörfum, hér er ekki beinlínis verið að bæta stöðu kvenna sem koma úr fæðingarorlofi í því samhengi. Það hefði verið eðlilegra fyrir femínistaflokkinn, fyrst það lá svona á að ég færi frá, að velja sér aðra konu. En veruleikinn er sá að Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur þessu embætti í minni fjarveru lagði mikla áherslu á að gegna þessu embætti áfram. Og þingflokkurinn varð við því."

En tengir Guðfríður Lilja þetta við Icesave-kosningu gærdagsins? Guðfríður Lilja lagðist hart gegn fyrsta samningnum og fékk bágt fyrir í sínum flokki.

„Ja, þetta gerist daginn eftir Icesave-kosninguna. Þau verða sjálf að svara því. Það voru margir mjög ósáttir við mína afstöðu í Icesave, að ég skyldi gagnrýna stefnu stjórnvalda, auk þess hef ég alltaf stutt þjóðaratkvæðagreiðslu, en það er annarra að svara fyrir ástæður þess að ég er sett af með þessum hætti.

Hún kveðst einfaldlega hafa svarað flokksfélögum sínum því til að hún ætlaði ekki að fara í samningaviðræður um réttindi sín sem konu sem kemur aftur úr fæðingarorlofi. Ekki þyrfti að semja um eitt né neitt, heldur einfaldlega að kjósa ef fólk vildi það. „Og það var gert," segir Guðfríður Lilja.

mbl.is

Innlent »

Rán framið á Subway-stað

Í gær, 23:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem rændi skyndibitastaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Manninum tókst að hafa einhverja fjármuni á brott með sér samkvæmt frétt Vísir.is en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið. Meira »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

Í gær, 23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Í gær, 22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Í gær, 22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

Í gær, 21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

Í gær, 21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

Í gær, 21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

Í gær, 21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

Í gær, 20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

Í gær, 20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

Í gær, 20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

Í gær, 20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

Í gær, 20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

Í gær, 19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

Í gær, 19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

Í gær, 19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

Í gær, 19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

Í gær, 19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...