Guðfríður Lilja sett af

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Þau tíðindi urðu á þingflokksfundi Vinstri-grænna í dag, að Guðfríði Lilju Grétarsdóttur var velt úr sæti formanns þingflokksins. Þetta var fyrsti þingflokksfundurinn sem Guðfríður Lilja mætti á eftir að kom aftur úr fæðingarorlofi.

Árni Þór Sigurðsson, sem verið hefur starfandi formaður þingflokksins á meðan Guðfríður Lilja hefur verið í fæðingarorlofi, var kjörinn formaður með átta atkvæðum gegn fjórum, en einn skilaði auðu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hófst fundurinn á því að Þuríður Bachman bar upp tillögu þess efnis að Árni Þór, hún og Lilja Rafney Magnúsdóttir yrðu kjörin í stjórn þingflokksins. Lilja Rafney var ekki á fundinum en Þuríður hafði umboð hennar til að greiða atkvæði um tillöguna og var Lilja Rafney einnig í símasambandi við fundinn.

Eftir að tillagan hafði verið borin upp bað Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, um stutt fundarhlé til að ræða við Guðfríði Lilju um tillöguna. Eftir samtal þeirra voru greidd atkvæði og fór atkvæðagreiðslan sem fyrr segir, þannig að Árni Þór var kjörinn formaður.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason hafi verið þeir þingmenn sem studdu Guðfríði Lilju til áframhaldandi setu á formannsstóli, en það hefur ekki fengist staðfest frá þeim sjálfum.

Heimildir herma einnig að Guðfríður Lilja hafi átt að fá formannssæti í utanríkismálanefnd að launum fyrir að samþykkja þessa tilhögun án kosninga, en samkvæmt tillögu Steingríms J. hafi Árni Þór þó átt að hafa forgöngu um Evrópumálin þrátt fyrir það. Málið virðist því hafa verið rætt og undirbúið nokkuð ítarlega fyrir þingflokksfundinn.

Spurð um málið staðfestir Guðfríður Lilja að á fundinum hafi formannsskipti orðið í þingflokknum.  „Þetta kom mér á óvart," segir hún.

Hún hafi verið formaður þingflokks þegar hún fór í fæðingarorlof og öllum venjum samkvæmt og í anda fæðingarorlofslaga, þá eigi manneskja sem fer í fæðingarorlof að ganga aftur inn í sína fyrri stöðu þegar hún kemur aftur til starfa.

„VG er jú hreyfing sem kennir sig við femínisma og kvenfrelsi og fer mikinn oft í þeim efnum. Þetta er ekki í anda fæðingarorlofslaga eða siða, skulum við segja. Þá hefur VG verið tíðrætt um kynjahlutföll í ríkisstjórn, á þingi og í ábyrgðarstörfum, hér er ekki beinlínis verið að bæta stöðu kvenna sem koma úr fæðingarorlofi í því samhengi. Það hefði verið eðlilegra fyrir femínistaflokkinn, fyrst það lá svona á að ég færi frá, að velja sér aðra konu. En veruleikinn er sá að Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur þessu embætti í minni fjarveru lagði mikla áherslu á að gegna þessu embætti áfram. Og þingflokkurinn varð við því."

En tengir Guðfríður Lilja þetta við Icesave-kosningu gærdagsins? Guðfríður Lilja lagðist hart gegn fyrsta samningnum og fékk bágt fyrir í sínum flokki.

„Ja, þetta gerist daginn eftir Icesave-kosninguna. Þau verða sjálf að svara því. Það voru margir mjög ósáttir við mína afstöðu í Icesave, að ég skyldi gagnrýna stefnu stjórnvalda, auk þess hef ég alltaf stutt þjóðaratkvæðagreiðslu, en það er annarra að svara fyrir ástæður þess að ég er sett af með þessum hætti.

Hún kveðst einfaldlega hafa svarað flokksfélögum sínum því til að hún ætlaði ekki að fara í samningaviðræður um réttindi sín sem konu sem kemur aftur úr fæðingarorlofi. Ekki þyrfti að semja um eitt né neitt, heldur einfaldlega að kjósa ef fólk vildi það. „Og það var gert," segir Guðfríður Lilja.

mbl.is

Innlent »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Jesú hitað upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í kommentakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar saumavélar í úrvali með 3 ára ábyrgð. Notaðar saumavélar af ýmsum tegundum...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...