Harpa reyndist pottþétt

Harpa reyndist vera pottþétt!
Harpa reyndist vera pottþétt! mbl.is/Júlíus

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er nú umflotið sjó. Ríkharður Kristjánsson, sviðsstjóri ÍAV, sagði að sjó hafi verið hleypt að húsinu hægt og rólega til að kanna hvort það læki. Enginn leki kom í ljós og húsið flaut ekki upp.

„Við hættum að dæla og létum vatnið koma upp að húsinu. Við fylgdumst með hvort að það læki eitthvað og ætluðum að gefa okkur tíma til að gera við það ef læki. Það lekur ekki neitt,“ sagði Ríkharður.

„Húsið er bara þétt! Það situr á botninum og flýtur ekki upp,“ sagði Ríkharður. „Menn geta gengið þurrum fótum í kjallaranum.“

Húsið er byggt á fyllingu úr grófu bögglabergi sem sjórinn þrýstist inn í. Þrýstingurinn undir botnplötunni er svo mikill að ef borað væri gat á gólfið í bílageymslunni stæði upp úr gólfinu 5-7 metra há vatnssúla, allt eftir sjávarstöðu.

Nú er byrjað að taka upp sjóvarnarþilið sem haldið hefur sjónum frá húsinu. Ekki er talin lengur þörf á að hafa þilið því húsið reyndist vera þétt. Vestan við húsið er gryfja sem enn er dælt úr en þar er ætlunin að byggja bílageymslur og fleira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert