Hóta að standa í vegi aðildar að ESB

Frá Delft í Hollandi.
Frá Delft í Hollandi. mbl.is/Ómar

„Ég tel að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu. Á því er enginn möguleiki.“

Þetta segir Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla og einn ráðgjafa Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Icesave-deilunni, í Morgunblaðinu í dag um afleiðingar þess ef íslensk stjórnvöld efni ekki nýja Icesave-samninginn fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB.

„Málið fer fyrir dómstól,“ segir hann og bætir því við að Íslendingar ættu að „skipta um forseta“, með vísan til þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í tvígang vísað Icesave-lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Spurður um það sjónarmið að þrotabú Landsbankans eigi að duga til að bæta Hollendingum og Bretum tjón vegna tapaðra innistæðna á Icesave-reikningnum svarar Eijffinger að þeir hinir sömu lifi í „blekkingu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert