Fækkar í þjóðkirkjunni

Strandarkirkja.
Strandarkirkja. mbl.is/Ómar

Hinn 1. janúar síðastliðinn voru fullorðin sóknarbörn í Þjóðkirkjunni (18 ára og eldri) 183.697 eða 77,2% mannfjöldans. Fyrir ári  voru fullorðnir félagsmenn Þjóðkirkjunnar 3000 fleiri og hlutfallið 78,8% af mannfjöldanum.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 6366 félagsmenn 18 ára og eldri.

Utan trúfélaga voru 11.868 fullorðnir einstaklingar skráðir 1. janúar 2011, en 14.846 voru í óskráðu trúfélagi eða með ótilgreinda trúfélagsaðild.

Alls voru 6810 breytingar á trúfélagsaðild skráðar árið 2010. Flestir skráðu sig úr Þjóðkirkjunni, alls 5092. Það eru rúmlega helmingi fleiri en skráðu sig úr Þjóðkirkjunni árið 2009 (1.982).

Flestir þeirra létu skrá sig utan trúfélaga, 3619, en allnokkrir í einhvern fríkirkjusafnaðanna þriggja (960). Flestar nýskráningar voru utan trúfélaga árið 2010, alls 3855.

Af trúfélögum voru flestar nýskráningar í kaþólsku kirkjuna (653). Flestir þeirra voru áður í óskráðu trúfélagi eða ótilgreindu (617). 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert