Loksins, loksins

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

„Loksins, loksins mannar stjórnarandstaðan sig upp í að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði á Alþingi í dag að hann myndi leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina.  Tillagan var síðan lögð fram skömmu síðar.

Jóhanna sagði það gott hjá stjórnarandstöðunni að leggja fram slíka tillögu því hún væri með því að leggja sitt af mörkum til að þjappa stjórnarliðinu saman. Sagðist Jóhanna mælast til þess, að tillagan yrði tekin á dagskrá þingsins eins fljótt og auðið væri.

Hún sagði jafnframt, að með því að krefjast nýrra kosninga væri formaður Sjálfstæðisflokksins að kalla eftir pólitískri upplausn í landinu á erfiðum tímum. Framundan væru erfiðar viðræður í kjarasamningum og það skipti miklu fyrir uppbyggingu atvinnulífsins og efnahagsþróun á næstu árum hvernig þeim viðræðum lyktaði.

Þá spurði Jóhanna hvort formaður Sjálfstæðisflokksins nyti trausts í eigin flokki. Ekki hefði virst, að margir sjálfstæðismenn hafi fylgt honum í þeirri afstöðu, sem hann tók í Icesave-málinu og hefði veri maður að meiri að taka.

Vantrauststillaga sjálfstæðismanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert