Þáði ekki boð um að ávarpa Evrópuþingið

Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon
Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra afþakkaði boð um að halda ræðu á þingi Evrópuráðsins í Strassborg í gær. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Tímanum.

Í fréttinni segir að í gær hafi verið sett á dagskrá þingsins í Strassborg liður sem bar yfirskriftina „Yfirskuldsetning ríkissjóða“ og átti Steingrímur að halda ræðu sína undir þeim lið. Hann hafi hins vegar ekki mætt.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður, er einn þriggja fulltrúa Íslands á þingi Evrópuráðsins, sagðist í samtali við Tímann vera undrandi á að Steingrímur hafi ekki þegið boð Evrópuráðsins „Já, ég get ekki sagt annað en að ég hafi orðið undrandi á því. Þetta hefði verið gullið tækifæri til að kynna málstað Íslands á þessum vettvangi,“ sagði Lilja.

Frétt Tímans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert