Átti að tryggja hagsmuni Breta

Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta.
Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta. reuters

„Ákvörðunin var tekin á hápunkti fjármálakrísunnar. Hin raunverulega áhætta var aukinn óstöðugleiki ef fólk áliti að það væri ekki öruggt og byrjaði að færa fé sitt úr einum banka í þann næsta. Þetta var ákvörðun sem var einfaldlega tekin til að vernda breska sparifjáreigendur.“

Þetta segir Alistair Darling, fv. fjármálaráðherra Bretlands, í samtali við The Times um þá ákvörðun að greiða út tapaðar innistæður á Icesave-reikningnum.

„Ég hélt alltaf að taka myndi langan tíma að leysa þetta, en núverandi stjórnvöld gera rétt með því að fylgja málinu eftir eins og þau gera,“ segir Darling í lauslegri þýðingu og á við bresku ríkisstjórnina. Hann víkur svo að íslensku ríkisstjórninni.

„Hún var mikil reiðin sem beindist að stjórnvöldum og fjármálageiranum frá íslenskum almenningi og mig grunar að útkoma þjóðaratkvæðagreiðslunnar snúist jafn mikið um það og hvað annað.“

Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður á lögmannsstofunni LEX og félagi í Advice-hópnum sem barðist gegn Icesave-samningunum, telur ummæli Darlings kunna að hafa lagalega þýðingu í deilunni.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert