Guðfríður Lilja andvíg vantrauststillögu

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, sagðist í kvöld segja nei við vantrausti á ríkisstjórnina.

Guðfríður Lilja sagðist horfa til framtíðar, möguleikans og draumsins um að loks verði hrópað hárri raust að staðið verði með fólki, ekki fjármagni.

„Það er hægt að kalla aftur á anda búsáhaldabylkingarinnar, í hvers skjóli þessi ríkisstjórn komst til valda þar sem fólk kallaði á róttækar breytingar og bar von í brjósti," sagði Guðfríður Lilja.

„Það er hægt að laga stórkostlega laskað hjónaband. Það er hægt að leiðrétta mistök. Það er hægt að græða sár og það er líka hægt að endurvinna traust. Það er hægt að breyta vonbrigðum í hugdirfsku og það er hægt að breyta doða og reiði og djörfung og bjartsýni.

En eitt veit ég. Vonin um Þjórsárver og Þjórsá lifi um ókomin ár mun aldrei rætast undir forustu stóriðjuaflanna. Vonin um að auðlindum þjóðarinnar verði forðað frá braskinu mun aldrei rætast undir forustu einkavinavæðingarinnar," sagði Guðfríður Lilja. „Við skulum horfa fram á veginn og gera betur, gera betur. Ég segi nei við vantrausti og ég segi já við trausti."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert