Guðmundur sat hjá

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina. Sagðist hann ekki vilja taka þátt í þeim leikaraskap, sem fælist í tillögunni.

Aðrir þingmenn flokksins hafa greitt tillögunni atkvæði sitt þótt þeir hafi gagnrýnt hana og sagt hana lagða fram á veikum grunni og vera ótímabæra. 

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sem studdi tillöguna, sagði að ríkisstjórnin hefði gert margt gott en hún væri veik. Sagðist Siv vilja sjá nýja ríkisstjórn Framsóknarflokksins og ríkjandi stjórnarflokka. 

Lilja Mósesdóttir, sem nýlega sagði sig úr þingflokki VG, studdi vantrauststillöguna og sagðist gera það þótt Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt hana fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert