Margir leita að tækifæri til þess að flytja úr landi

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar

„Þeir sem treysta sér til þess og geta kjósa að leita að vinnu erlendis. Það er fjöldi fólks í virkri atvinnuleit erlendis og hafa ófáir þegar flutt af landi brott í því skyni. Það er eftirspurn eftir ákveðinni hæfni erlendis.“

Þetta segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, í Morgunblaðinu í dag um viðbrögð fjölda Íslendinga við skorti á atvinnutækifærum heima fyrir.

„Við erum með starfskynningu um helgina í samvinnu við evrópskar vinnumálastofnanir og ég á von á því að það verði mjög mikill straumur fólks þangað sem vill kanna möguleikana á því að flytja úr landi. Sú eftirspurn hefur langt í frá minnkað, segir Gissur og bendir á aðra hlið á teningnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert