Milljarður á ári í samgöngur

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun.

Uppi eru hugmyndir um að í tilraunaskyni muni ríkið leggja fram einn milljarð króna á ári í 10 ár til að styrkja almenningssamgöngur á suðvesturhorni landsins.

Ætlunin er að fá sveitarfélögin til að leggja einnig fram fjármagn og að með þessu átaki yrði hægt að gera almenningssamgöngur greiðari, hagkvæmari og sjálfbærari.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, kynnti þessa hugmynd á almennum fundi um almenningssamgöngur sem ráðuneytið stóð fyrir í morgun í samvinnu við samgönguráð. 

Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins, að starfshópur á vegum samgönguráðs hafi lagt fram hugmyndina um ofangreint tilraunaverkefni og  næsta skref sé að kynna hana og ræða við fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga og afla henni fylgis. Verði undirtektir jákvæðar sé það tillaga samgönguráðs að verkefnið fari inn í næstu 12 ára samgönguáætlun.

Vefur innanríkisráðuneytis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert