Segir sig úr þingflokknum

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. Ernir Eyjólfsson

Ásmundur Einar Daðason þingmaður, hyggst segja sig úr þingflokki Vinstri grænna á morgun. Þetta tilkynnti hann formanni flokksins nú í kvöld. Hann mun starfa sem óháður þingmaður en verður áfram í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.

Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun um leið og hann ákvað að hætta stuðningi við ríkisstjórnina. Ástæðurnar segir hann vera bæði aðildarumsóknina í ESB og vinnubrögð stjórnarinnar almennt.

„Þetta eru svipaðar ástæður og Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir gáfu á sínum tíma. Þegar þau gengu út batt ég vonir um að það yrðu gerðar breytingar, bæði varðandi vinnubrögð og málefnalegar áherslur,“ segir Ásmundur. Hann hafi ákveðið að vera áfram í þingflokknum í þeirri von að ákveðnar breytingar myndu eiga sér stað.

„Síðan varð ég fyrir ákveðnum vonbrigðum með að mörgum af þeim góðu efnislegu athugsemdum, og athugasemdum um vinnubrögð og fleira, var lítið svarað og þess vegna tek ég þessa ákvörðun nú.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert