Þurfa að færa fórnir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, sagði í umræðum um vantrauststillögu á Alþingi í dag að hún teldi að leiðtogar stjórnarflokkanna ættu að færa pólitískar fórnir til að bjarga lífi fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar og gera ríkisstjórninni kleift að endurheimta traust almennings.

Lilja, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna nýlega, sagði að vantrauststillagan kæmi fram vegna þess að traust almennings á stjórninni hefði fjarað út. „Hvernig gat farið svona illa fyrir vinstristjórn sem meirihluti þjóðarinnar studdi ekki fyrir svo löngu síðan?" spurði Lilja og svaraði: „Völd fóru að skipta meira máli en fólkið í landinu."

Lilja sagði að þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hlytu að hafa velt því fyrir sér hvort þau þyrftu ekki að segja af sér til að bjarga trúverðugleika ríkisstjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert