Umræður um vantraust

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með Bjarna Benediktssyni mæla …
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með Bjarna Benediktssyni mæla fyrir vantrauststillögunni. mbl.is/Kristinn

Umræður standa nú yfir á Alþingi um vantrauststillögu þingflokks Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

Samkvæmt tillögunni á að rjúfa þing fyrir 11. maí og efna til almennra þingkosninga í framhaldinu.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að tillagan væri lögð fram fyrir hönd allra þeirra, sem hefðu gefist upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Líkti Bjarni ríkisstjórninni við grindahlaupara, sem hefði misst taktinn og felldi hverja einustu grind á leiðinni í mark.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að engan þyrfti að undra þótt gustaði um ríkisstjórnina í ljósi þess að verkefni hennar væru fordæmalaus í endurreisninni eftir hrunið. Ríkisstjórnin hefði tekið við þrotabúi frjálshyggju og græðgi. 

Jóhanna sagði, að Sjálfstæðisflokkurinnhefði ekki enn beðið þjóðina afsökunar á óstjórninni sem hann bæri ábyrgð á. Sagði Jóhanna, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti enn ekkert erindi í ríkisstjórn eða forustuhlutverk í íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar vildi Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn, væntanlega vegna þess að árangur stjórnarinnar blasti við og framundan væri vor í íslensku efnahagslífi.

blank_page„Vilja hundurinn og svínið nú gæða sér á brauðinu, sem litla gula hænan bakaði ein?" spurði Jóhanna. Hún sagði að framundan væru nú krefjandi verkefni sem ríkisstjórnin væri vel í stakk búin til að leysa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert