Ásmundur Einar segi af sér

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.

Svæðisfélag Vinstri grænna á Vestfjörðum skorar á Ásmund Einar Daðason, þingmann kjördæmisins, að segja af sér þingmennsku. Honum sé ekki stætt á að sitja áfram eftir að hann samþykkti vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Ályktun þessa efnis var samþykkt á félagsfundi nú fyrir stundu.

Í ályktuninni segir að hann hafi verið kosinn í nafni flokksins og hafi setið þar í umboði kjósenda sinna. Ásmundur Einar hafi samþykkt vantraust á ríkisstjórn sem VG á aðild að og sagt sig úr þingflokknum án samráðs við félögin sem að framboði hans stóðu og því sé ekki hægt að sjá að hann geti setið áfram í umboði kjósenda VG.

Jafnframt óskar félagið eftir því að Ásmundur Einar boði til fundar með flokksmönnum hið allra fyrsta þar sem hægt verður að fara yfir þetta mál.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert