Enn hvorki svör né leiðrétting

Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávaraútvegsráðherra.
Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávaraútvegsráðherra. Þorkell Þorkelsson

Sjávarútvegsráðherra hefur hvorki fengið svör frá Evrópuþinginu um tilurð fréttar í liðinni viku um kröfu Íslands um takmarkaða stjórn fiskveiða við Ísland né staðfestingu frá utanríkisráðuneytinu um að farið hafi verið fram á leiðréttingu á fréttinni eins og óskað hafi verið eftir.

Evrópuþingið sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom meðal annars fram að í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væri mikilvægt að Ísland aðlagaði fiskveiðistjórnina að lögum Evrópusambandsins. Bent var á að Ísland hefði lýst því yfir að stjórn sjávarútvegsmála yrði að einhverju leyti áfram á Íslandi.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði þessa frétt ranga, benti á að fullveldisréttindi Íslands væru grundvallaratriði og ástæða væri til þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra leiðrétti frétt Evrópuþingsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert