Reyna að ná skammtímasamningi

Vilhjálmur Egilsson í húsi ríkissáttasemjara í kvöld.
Vilhjálmur Egilsson í húsi ríkissáttasemjara í kvöld. mbl.is/Golli

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að nú sé verið að reyna að ná skammtímasamningi á vinnumarkaði. Hugmyndir um samning til þriggja ára séu nú út af borðinu.

Vilhjálmur sagði, að í skammtímasamningum, sem nú væri rætt um, fælu í sér friðarskyldu fram í miðjan júní. Þá er gert ráð fyrir tveimur 50 þúsund króna eingreiðslum.

Sagði Vilhjálmur, að ástæðan fyrir því að langtímasamningar eru nú út af borðinu sé sú, að samningsaðilar hafi ekki komist með ríkisstjórninni þangað sem þeir vildu fara.

Sagði hann að stjórnvöld hefðu ekkert komið til móts við atvinnurekendur í sjávarútvegsmálum. Þá væri ólokið ýmsum öðrum málum, svo sem varðandi framkvæmdir og lífeyrismál, sem Alþýðusambandið hefði lagt áherslu á. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert