Segist ekki skilja Icesave-kröfugerð

mbl.is/Ómar

Floyd Norris, helsti fréttaskýrandi New York Times á sviði fjármála, minnist í grein um vanda evrusvæðisins á Icesave-deiluna.

Hann segir að Íslendingar séu krafðir um fjárhæð er nema mundi 6,8 þúsund milljörðum dollara ef Bandaríkjamenn fengju sendan hlutfallslega jafn háan reikning.

Norris segist ekki skilja hvers vegna Íslendingar eigi að bera ábyrgðina þótt eftirlitsaðilar þar hafi vafalaust staðið sig mjög illa. „En hvar voru breskir og hollenskir eftirlitsaðilar þegar bankarnir tóku við innlögnum frá borgurum þeirra?“ spyr Norris.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert