Sinfónían flytur

Sinfóníuhljómsveitin á leiðinni í Hörpu í morgun.
Sinfóníuhljómsveitin á leiðinni í Hörpu í morgun. Ómar Óskarsson

Sinfóníuhljómsveit Íslands kvaddi Háskólabíó í morgun og gekk fylktu liði niður í Hörpu, hið nýja heimili sveitarinnar. Brátt hefst fyrsta hljóðprufa Sinfóníunnar í nýja tónleikasalnum, Eldborg.

Á leiðinni léku lúðraþeytarar og slagverksmenn Sinfóníunnar á sín hljóðfæri. Lokatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói fóru fram í gærkvöld, en þar hefur hljómsveitin starfað í hálfa öld, eða frá árinu 1961.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert