Minni sala á kjöti og mjólk

Sala á mjólk hefur verið slök í vetur.
Sala á mjólk hefur verið slök í vetur. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Sala á bæði kjöti og mjólk hefur verið minni í vetur en í fyrravetur. Sala á kjöti hefur dregist saman um 3% á síðustu 12 mánuðum og á mjólk um 2,7%.

Sala á kjöti í mars dróst saman um 14%, mest á lambakjöti og kjúklingum. Ef miðað er við sölu síðustu 12 mánuðina varð sölusamdráttur á öllum kjöttegundum nema nautakjöti þar sem varð örlítil aukning.

Samkvæmt yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á mjólkurvörum í mars var heldur minni í ár en á sama tíma í fyrra. Sölusamdráttur á próteingrunni var 9,11% en 7,69% á fitugrunni. Enginn vöruflokkur sýndi aukningu í mánuðinum. Þegar litið er til síðustu 12 mánaða er samdráttur í sölu á próteingrunni 2,70% og heildarsalan einungis 113,7 milljónir lítra, eða 2.300 þús. lítrum undir greiðslumarki yfirstandandi árs. Á fitugrunni er samdráttur í 12 mánaða sölu 2,23%, heildarsalan einungis 109,7 milljónir lítra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert