Útlit fyrir batnandi veður

Ekki er ljóst hvort vorið hefst formlega á sunnudag en …
Ekki er ljóst hvort vorið hefst formlega á sunnudag en heldur er þó að hlýna í veðri. mbl.is/Ómar

Landsmenn er nokkuð farið að lengja eftir vorinu og ef sjálfvirkum spákortum Veðurstofunnar á netinu er flett mætti ætla að það hæfist á sunnudag en samkvæmt þeirri spá verður sól um allt land og allt að 18 stiga hiti.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er þó varlegt að treysta þessum sjálfvirku tölvuspám og ekki sér enn fyrir endann á lægðaganginum þótt heldur sé að hlýna í lofti, enda sé maí að nálgast.

Íbúar á suðvestanverðu landinu urðu vitni að nánast öllum tegundum íslensks veðurs um páskana, allt frá snjókomu til glaðasólskins. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að óvenjulega kalt hafi verið í háloftunum sem hafi valdið þessum umhleypingum. Á austanverðu landinu hafi hins vegar verið hlýtt vegna hnjúkaþeys en á móti komi að þar var svo hvasst að erfitt hafi verið að vera úti.

Elín Björk segir, að útlit sé fyrir áframhaldandi lægðagang en hins vegar sé hæð langt fyrir norðan land byrjað að fikra sig í áttina til landsins og komi hún nær muni hún halda lægðunum frá. Þessi sama hæð hefur valdið miklum hlýindum á hinum Norðurlöndunum um páskana.

Vefur Veðurstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert