„Ég stýri ekki náttúruöflunum“

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær ályktun þar sem þess er krafist að samgönguyfirvöld svari fyrir um til hvaða úrræða verði gripið til að ljúka framkvæmdum við Landeyjahöfn. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að ráðuneytið hafi gert það sem í þeirra valdi stendur.

Ögmundur segir að von sé á skýrslu um framkvæmdirnar í Landeyjahöfn þar sem vandinn er greindur. Ráðherrann hyggst fara til Eyja og ræða við bæjaryfirvöld þar um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert