Ríkið bæti stöðu lífeyrissjóðanna

mbl.is/Ernir

Til greina kemur að ríkið taki þátt í inngreiðslum til almennu lífeyrissjóðanna „til að jafna uppávið lífeyrisréttindi í almenna kerfinu eftir því sem og þegar aðstæður í ríkisfjármálum leyfa og þá á 10-15 ára tímabili,“ segir í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til aðila vinnumarkaðarins.

Þetta yrði gert vegna þeirra áfalla sem almennu lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir eftir hrun fjármálakerfisins, sem hafaþurft að skerða lífeyrisgreiðslur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt um að frá 2015 yrði sem svarar 1% af tryggingagjaldinu varið til að bæta upp stöðulífeyrissjóðanna. Lýsa stjórnvöld sig reiðubúin að skipa starfshóp með ASÍ og SA um þetta verkefni sem skili niðurstöðum fyrir lok september nk.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að áfram verði unnið að samræmingu lífeyrisréttinda og á niðurstaða að liggja fyrir 1. september. Þá verði lagður grunnur að nýju, samræmdu og sjálfbæru lífeyriskerfi fyrir allan vinnumarkaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert