Dragnótaveiðar takmarkaðar

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, áformar að takmarka veiðar með dragnót innan fjarða á Vestfjörðum.

Um er að ræða breytingar og lokanir vegna dragnótaveiða í Jökulfjörðum, Önundarfirði, Dýrafirði, Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði.

Í drögum að reglugerð um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða segir að frá og með 1. september 2011 séu allar dragnótaviðar bannaðar á svæðunum.

Eingöngu skip undir 20 metrum megi veiða á svæðum sem opnuð séu tímabundið innan fjarðanna.

„Ákvæði um bann við dragnótaviðum skipa yfir 20 metrum innan línu sem dregin er úr Blakksnesi um Kópanesvita í Fjallaskagavita og úr Barða í Sauðanesvita gildi allt árið. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. málsliðar 1. gr. er skipum lengri en 20 metrar sem stundað hafa veiðar með dragnót innan fjarðanna á síðastliðnum þremur árum heimilar veiðar innan fyrrgreindrar línu frá 1. nóvember til og með 31. maí,“ segir í drögunum. 

Umrædd tillaga ásamt meðfylgjandi fylgigögnum hafa verið send til hagsmunaaðila.

Sjá nánar á vef sjávarútvegsráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert