Hvítabjörninn felldur

Ísbjörninn, sem skotinn var á Þverárfjalli í Skagafirði í júní …
Ísbjörninn, sem skotinn var á Þverárfjalli í Skagafirði í júní 2008. mbl.is

Líklega er búið er að fella hvítabjörninn sem sást í Hælavík í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór á vettvang í morgun. Samkvæmt upplýsingum sem Umhverfisstofnun hefur fengið er búið að fella dýrið, þær eru þó óstaðfestar.

Kristinn Már Ársælsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, sagði að ekki hafi náðst samband við þyrluna eftir að hún lenti og því sé ekki staðfest að björninn hafi verið felldur. Hins vegar bárust fréttir þess efnis frá báti sem staddur var í nágrenninu að dýrið sé fallið. 

Samkvæmt óstaðfestum heimildum UST var dýrið komið yfir í Hornvík, austan við Hælavík, þegar það var fellt. Nánari upplýsinga er að vænta fljótlega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert