Apríl var fádæma hlýr fyrir austan

Illviðrasamt var í apríl og mjög úrkomusamt um landið sunnan- …
Illviðrasamt var í apríl og mjög úrkomusamt um landið sunnan- og vestanvert. mbl.is/RAX

Nýliðinn apríl var mjög hlýr, einkum þó um landið austanvert þar sem hann var í hópi hlýjustu aprílmánaða allra tíma, samkvæmt yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Mánuðurinn var sá hlýjasti frá upphafi mælinga á Dalatanga og næsthlýjastur á Teigarhorni en þar hefur verið mælt samfellt frá 1873. Á Akureyri var mánuðurinn í 2. til 3. sæti hvað hlýindi varðar en þar hefur verið mælt samfellt frá 1882.

Meðalhitinn í Reykjavík mældist 4,1 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags. Kemur þetta eflaust mörgum á óvart.

Illviðrasamt var í mánuðinum og mjög mikil úrkoma féll um landið sunnan- og vestanvert. Í umfjöllun um veðráttuna í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í Reykjavík mældist úrkoman 138,9 millimetrar og er það meir en tvöföld meðalúrkoma í aprílmánuði (58,4 mm).


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert