Framsókn bætir við sig fylgi

mbl.is/Þorkell

Vinstrihreyfingin - grænt framboð tapar fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent á fylgi stjórnmálaflokkanna og mælist nú með 15% fylgi. Flokkurinn hefur ekki mælst með jafnlítið fylgi síðan í júlí 2007. Hinn stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, nýtur stuðnings 21% kjósenda og minnkar fylgið um 1%. Ríkissjónvarpið greindi frá könnuninni.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í stað frá síðustu könnun Capacent og er 36%. Fylgi Framsóknarflokksins eykst hins vegar og er nú 16%, hækkar um rúm tvö prósent frá síðustu könnun, og hefur ekki verið meira síðan í nóvember 2009. Fylgi Hreyfingarinnar er óbreytt frá síðustu könnun eða 5%. Ríkisstjórnin nýtur 34% fylgis og minnkar stuðningurinn við hana um tæpt prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert