Gulur, grænn og gljáandi

Hann er sænskur, gulur, gljáandi og grænn og hefur gengið tímabundið til liðs við íslenska strætisvagnaflotann.

Í dag bættist góður liðsauki við hjá Strætó bs en þar er á ferðinni svokallaður tvinnvagn af gerðinni Volvo Hybrid sem gengur bæði fyrir raforku og díselolíu.

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs segir að tilgangurinn sé aðallega tvenns konar; sparnaður og umhverfisvernd, en framleiðendur vagnanna segja að útblástur þeirra sé um 40-50% minni en frá hefðbundnum díselvögnum og eldsneytisnotkun er allt að 30% minni.

Vagninn mun hefja akstur á leið 13 á morgun og ekur síðan um götur borgarinnar til reynslu næsta mánuðinn.

Einum reyndasta vagnstjóra Strætó, André Bachman, líst vel á gripinn og á von á að hann muni reynast vel.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert