Heldur miklar launahækkanir

mbl.is/Ómar

Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær launahækkanir sem rætt er um að samið verði um milli SA og ASÍ séu heldur miklar. Þær geti orðið til þess að fyrirtæki þurfi að segja upp fólki og hækka vöruverð. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Komið hefur fram að nú stefni í að heildarhækkun launa verði 13% á næstu þremur árum og að lægstu laun hækki um 20% á þessu tímabili.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að sumir atvinnugeirar, s.s. fyrirtæki í útflutningi, geta auðveldlega borið slíkar hækkanir. Aðrar atvinnugreinar s.s. þjónusta og verslun, eigi erfiðara með það. Afleiðingin gæti orðið sú að launahækkunum yrði velt út í verðlagið. Fari verðbólgan af stað gætu vextir þurft að vera hærri en ella.

Þórarinn segist hafa viljað sjá tölur sem væru betur í samræmi við stöðu efnahagslífsins. Þetta sé heldur meira en svo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert