Iðgjöld til lífeyrissjóða hækki

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, handsala …
Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, handsala samningana. mbl.is/Ómar

Í nýjum kjarsamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins  kemur fram, að hækka þurfi iðgjöld til lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði úr 12% í 15,5% á árunum 2014 – 2020.

Í sérstakri yfirlýsingu um lífeyrismál segir, að samningsaðilar séu sammála um að halda áfram vinnu að samræmingu lífeyrisréttinda á vinnumarkaði.

Meginmarkmiðið er að allir lífeyrissjóðir á vinnumarkaðnum starfi á sjálfbærum grunni og að lífeyrisréttindi þróist í samræmi við þarfir fyrir ásættanlegan lífeyri.

Í viðræðum samningsaðila verði fjallað um hvernig hækkun iðgjalda verður framkvæmd þ.m.t. áfangaskipting og skipting iðgjalds milli launagreiðenda og starfsmanna á grundvelli samræmingar fyrir vinnumarkaðinn í heild. Tekið verði tillit til mismunandi launakerfa s.s. á fiskiskipum.

Samningsaðilar stefna á að niðurstaða í þessari vinnu liggi fyrir í árslok 2012 og komi til umræðu vegna endurskoðunar kjarasamninga í ársbyrjun 2013. 

Kjarasamningurinn í heild 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert