Þrjár eingreiðslur

Karpað var f´rá morgni og fram á kvöld og því …
Karpað var f´rá morgni og fram á kvöld og því eðlilegt að verkalýðsforingjarnir væru orðnir nokkuð þreyttir undir það síðasta í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist bjartsýnn á að samningar verði undirritaðir síðar í dag. „Ég tel meiri líkur á því en minni,“ sagði Gylfi um það leyti sem kjaraviðræðum var frestað í gærkvöldi.

Hann sagði að væntanlega yrði gert ráð fyrir þremur eingreiðslum, sem samtals nema 75.000 krónum og kæmi sú fyrsta, 50.000, væntanlega í lok maí og hinar tvær síðar á þessu ári.

Kjaraviðræðunum var frestað á miðnætti í nótt. Allir hlutaðeigandi voru sammála um að vel hefði miðað í viðræðunum og að lítið bæri á milli. Sest verður að nýju við samningaborðið klukkan átta í morgun.

Í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag segir, að em sé að ræða eina viðamestu kjarasamninga sem gerðir hafa verið, en í þeim er meðal annars tekið á bótamálum, skattamálum, menntamálum atvinnulausra, slysatryggingarmálum og launastefnu, svo eitthvað sé nefnt og fyrir liggur að lægstu laun hækki umtalsvert.

Að mati Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, er um afar dýran samning að ræða og hann segist óttast að hann geti valdið tjóni, taki ríkisstjórnin ekki til hendinni.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert