22% hærri laun í verslun

Launaútgjöld margra fyrirtækja í verslun munu hækka um 21-22% vegna kjarasamninganna sem undirritaðir voru í gær, að mati Margrétar Kristmannsdóttur, formanns Samtaka verslunar og þjónustu.

Hinir lægst launuðu í samfélaginu, sem margir hverjir vinna hjá verslunarfyrirtækjum eins og matvörubúðum, fá allt að 23,6% launahækkanir samkvæmt samningunum. Segir Margrét í Morgunblaðinu í dag, að verið sé að senda versluninni stærsta reikninginn þótt sú grein hafi orðið fyrir mesta tekjusamdrættinum í kreppunni.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert