Mikil hætta skapaðist

Maðurinn sem ruddist inn á skrifstofur Rauða kross Íslands í morgun er íranskur hælisleitandi sem hefur verið búsettur hérlendis í nokkur ár. Maðurinn ruddist inn í húsið með tvær flöskur fullar af bensíni og hellti vökvanum yfir sig.

Tilkynning barst um kl. 9:30 í morgun og fór lögregla strax á vettvang. Mikill viðbúnaður var í Efstaleiti þar sem RKÍ er til húsa. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bættust í hópinn og menn frá sérveit ríkislögreglustjóra, en á þriðja tuga manna tóku þátt í aðgerðunum.

Um almennt útkall var að ræða, en menn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru fyrstir á staðnum. Ekki var um sérsveitarútkall að ræða en þrír menn frá sérsveitinni voru í nágrenninu og mættu á staðinn.

Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri og yfirmaður aðgerðasveitar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stýrði aðgerðum á vettvangi.

Hótaði að kveikja í sjálfum sér

Hann segir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi verið með tvær bensínflöskur þegar hann ruddist inn í húsið. Hann hellti bensíninu yfir sig og hótaði að kveikja í sér, en maðurinn hélt á tveimur kveikjurum.

Bensín fór á starfsmenn RKÍ þegar það reyndi að fá hann ofan af þessu.

„Það var bensínpollur á gólfinu og það var orðin mikil mettun af bensíni inni,“ segir Arnar Rúnar.

Lögreglan gerði tilraun til að ræða við manninn og fá hann til að hætta við. Samningamaður frá ríkislögreglustjóra fór á vettvang og starfsmaður frá Útlendingastofnun, sem hefur séð um málefni hælisleitandans, auk starfsfólks frá RKÍ.

Hælisleitandinn átti að mæta á fund í Útlendingastofnun í morgun en hann mætti ekki.

„Það varð fljótlega ljóst að það þýddi ekkert að tala við manninn. Þetta var orðin svo mikil hætta, það voru bensíngufur þarna um allt. Ef hann hefði kveikt í þá hefði komið ægilegur blossi,“ segir Arnar Rúnar.

Starfsmenn RKÍ voru enn inni í húsinu þegar lögreglan lét til skarar skríða.

Um hálftíma eftir að tilkynningin barst fór lögreglan inn í húsið. Sprautað var á manninn úr duftslökkvitæki til að koma í veg fyrir að hann næði að kveikja í sér, en hann var þá á annarri hæð hússins. Hann var svo handtekinn í kjölfarið. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn Arnars. Engan sakaði.

Farið var með manninn á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann var þrifinn. Nú gistir hann fangageymslur og bíður maðurinn þess að mál hans verði tekið fyrir. Hann verður yfirheyrður af lögreglu og svo mun Útlendingastofnun fara yfir hans mál.

Hörmuleg örvænting

Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir í tilkynningu alvarlegt að slíkir atburðir skuli gerast en þetta hafi farið eins vel og hægt var miðað við aðstæður.

„Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra,“ segir Kristján. „Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga.“

Þá segir að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvers vegna var Birna myrt?

20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

19:51 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

19:44 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

19:44 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

18:46 Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst af því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

„Það versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík handtók í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, bandið orðið mjög lúið, tilvalið verkefni fyri...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...