Mikil hætta skapaðist

Maðurinn sem ruddist inn á skrifstofur Rauða kross Íslands í morgun er íranskur hælisleitandi sem hefur verið búsettur hérlendis í nokkur ár. Maðurinn ruddist inn í húsið með tvær flöskur fullar af bensíni og hellti vökvanum yfir sig.

Tilkynning barst um kl. 9:30 í morgun og fór lögregla strax á vettvang. Mikill viðbúnaður var í Efstaleiti þar sem RKÍ er til húsa. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bættust í hópinn og menn frá sérveit ríkislögreglustjóra, en á þriðja tuga manna tóku þátt í aðgerðunum.

Um almennt útkall var að ræða, en menn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru fyrstir á staðnum. Ekki var um sérsveitarútkall að ræða en þrír menn frá sérsveitinni voru í nágrenninu og mættu á staðinn.

Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri og yfirmaður aðgerðasveitar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stýrði aðgerðum á vettvangi.

Hótaði að kveikja í sjálfum sér

Hann segir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi verið með tvær bensínflöskur þegar hann ruddist inn í húsið. Hann hellti bensíninu yfir sig og hótaði að kveikja í sér, en maðurinn hélt á tveimur kveikjurum.

Bensín fór á starfsmenn RKÍ þegar það reyndi að fá hann ofan af þessu.

„Það var bensínpollur á gólfinu og það var orðin mikil mettun af bensíni inni,“ segir Arnar Rúnar.

Lögreglan gerði tilraun til að ræða við manninn og fá hann til að hætta við. Samningamaður frá ríkislögreglustjóra fór á vettvang og starfsmaður frá Útlendingastofnun, sem hefur séð um málefni hælisleitandans, auk starfsfólks frá RKÍ.

Hælisleitandinn átti að mæta á fund í Útlendingastofnun í morgun en hann mætti ekki.

„Það varð fljótlega ljóst að það þýddi ekkert að tala við manninn. Þetta var orðin svo mikil hætta, það voru bensíngufur þarna um allt. Ef hann hefði kveikt í þá hefði komið ægilegur blossi,“ segir Arnar Rúnar.

Starfsmenn RKÍ voru enn inni í húsinu þegar lögreglan lét til skarar skríða.

Um hálftíma eftir að tilkynningin barst fór lögreglan inn í húsið. Sprautað var á manninn úr duftslökkvitæki til að koma í veg fyrir að hann næði að kveikja í sér, en hann var þá á annarri hæð hússins. Hann var svo handtekinn í kjölfarið. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn Arnars. Engan sakaði.

Farið var með manninn á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann var þrifinn. Nú gistir hann fangageymslur og bíður maðurinn þess að mál hans verði tekið fyrir. Hann verður yfirheyrður af lögreglu og svo mun Útlendingastofnun fara yfir hans mál.

Hörmuleg örvænting

Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir í tilkynningu alvarlegt að slíkir atburðir skuli gerast en þetta hafi farið eins vel og hægt var miðað við aðstæður.

„Það er hörmulegt að örvænting reki fólk til slíkra athafna, en mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra,“ segir Kristján. „Þetta var leyst á faglegan hátt með aðstoð sérfræðinga.“

Þá segir að Rauði krossinn harmi að hælisleitandi skuli grípa til slíkra örþrifaráða. Slíkt beri vitni örvæntingu mannsins og mikilvægt sé að hann fái nauðsynlega aðstoð í framhaldinu. 

Bloggað um fréttina

Innlent »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Vextir fylgja ekki efnahagaþróun

12:38 Í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR kemur fram að vextir á Íslandi voru mun hærri hér á landi árið 2011 en þeir eru í nágrannalöndum okkar nú. Þar eru vextir nánast þeir sömu nú og voru hér á landi fyrir sex árum. Meira »

Hærri skattttekjur vegna betra árferðis

11:59 Stór hluti af auknum skatttekjum sem Píratar boðuðu í tillögum sínum til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018, þar á meðal varðandi tekjuskatt og virðisaukaskatt, er til kominn vegna betra árferðis. Þetta segir Smári McCarthy, Pírati. Meira »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...