Útvarpsstjóri svaraði bloggara

Eiður Guðnason, bloggari og fyrrum ráðherra, birti í dag bréf sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri sendi honum vegna athugasemda sem hann lét falla á vef sínum, Eidur.is. Eiður gagnrýndi RÚV fyrir að sýna ekki frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í bloggfærslu sem birtist á miðvikudagskvöld. Páll segir að Eiður ætti að temja sér yfirvegaðri vinnubrögð.

Eiður hefur reglulega gagnrýnt Ríkisútvarpið á vef sínum, en bloggfærslan á miðvikudag hófst á eftirfarandi orðum:
„Aldrei, aldrei, hefur menningarleg lágkúra Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti verið eins augljós og í kvöld (04.05.2011) þegar fyrstu langþráðu tónleikarnir fara fram í Hörpu. Sjónvarpið lét nánast sem Harpan væri ekki til.“

Í bréfinu útskýrir Páll hvers vegna ekki var sýnt frá tónleikunum. Það hafi einfaldlega verið vegna þess að forráðamenn Hörpunnar bönnuðu það. Páll segir að hins vegar hafi tónleikarnir í gær verið teknir upp fyrir sjónvarp og að þeir verði sýndir á Hvítasunnudag. Að auki verði formleg opnunarhátíð Hörpunnar í næstu viku send út beint bæði í sjónvarpi og útvarpi.

Í bréfi útvarpsstjóra stendur einnig:
„Þetta hefðirðu getað kynnt þér með t.d. einu símtali og forðast þannig að gera sjálfan þig að hálfgerðu viðundri einn ganginn enn þegar þú fjallar um RÚV. Þú ættir kannski að temja þér að telja upp að tíu áður en þú rýkur froðufellandi af formælingum og bræði og bloggar um hluti sem þú veist nákvæmlega ekkert um – og nennir ekki að kynna þér.

Stöðug og stjórnlaus heift þín í garð Ríkisútvarpsins og starfsmanna þess er fólki hér innandyra raunar mikið undrunarefni. Sjálfum finnst mér þetta jafnvel jaðra við að vera rannsóknarefni – a.m.k. fyrir sjálfan þig.“ Páll endar bréfið þannig: „Með vinsemd en þverrandi virðingu,  Páll Magnússon“

Eiður segir það sérstaka ánægju að birta athugasemd Páls. „Þjóðin átti heimtingu á að fá að sjá og heyra þessa fyrstu tónleika. Það eru engin tæknileg rök  gegn því að þetta hafi ekki verið hægt. Stjórnendur Hörpu áttu að gera ráð fyrir þessu frá upphafi. Ganga út frá þessu.  Allur tæknibúnaðurinn er til. Harpa er þjóðareign. Þjóðin átti að fá að sjá og heyra. Ekki bara nokkrir útvaldir. Þetta voru alvarleg mistök. Það átti að gera ráð fyrir þessu frá upphafi,“ skrifar Eiður.

Færsla Eiðs
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »
Hárþurrka
Hárþurrka til sölu.Verðhugmynd 40.000 Uppl í síma 862-1703...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...