Útvarpsstjóri svaraði bloggara

Eiður Guðnason, bloggari og fyrrum ráðherra, birti í dag bréf sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri sendi honum vegna athugasemda sem hann lét falla á vef sínum, Eidur.is. Eiður gagnrýndi RÚV fyrir að sýna ekki frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í bloggfærslu sem birtist á miðvikudagskvöld. Páll segir að Eiður ætti að temja sér yfirvegaðri vinnubrögð.

Eiður hefur reglulega gagnrýnt Ríkisútvarpið á vef sínum, en bloggfærslan á miðvikudag hófst á eftirfarandi orðum:
„Aldrei, aldrei, hefur menningarleg lágkúra Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti verið eins augljós og í kvöld (04.05.2011) þegar fyrstu langþráðu tónleikarnir fara fram í Hörpu. Sjónvarpið lét nánast sem Harpan væri ekki til.“

Í bréfinu útskýrir Páll hvers vegna ekki var sýnt frá tónleikunum. Það hafi einfaldlega verið vegna þess að forráðamenn Hörpunnar bönnuðu það. Páll segir að hins vegar hafi tónleikarnir í gær verið teknir upp fyrir sjónvarp og að þeir verði sýndir á Hvítasunnudag. Að auki verði formleg opnunarhátíð Hörpunnar í næstu viku send út beint bæði í sjónvarpi og útvarpi.

Í bréfi útvarpsstjóra stendur einnig:
„Þetta hefðirðu getað kynnt þér með t.d. einu símtali og forðast þannig að gera sjálfan þig að hálfgerðu viðundri einn ganginn enn þegar þú fjallar um RÚV. Þú ættir kannski að temja þér að telja upp að tíu áður en þú rýkur froðufellandi af formælingum og bræði og bloggar um hluti sem þú veist nákvæmlega ekkert um – og nennir ekki að kynna þér.

Stöðug og stjórnlaus heift þín í garð Ríkisútvarpsins og starfsmanna þess er fólki hér innandyra raunar mikið undrunarefni. Sjálfum finnst mér þetta jafnvel jaðra við að vera rannsóknarefni – a.m.k. fyrir sjálfan þig.“ Páll endar bréfið þannig: „Með vinsemd en þverrandi virðingu,  Páll Magnússon“

Eiður segir það sérstaka ánægju að birta athugasemd Páls. „Þjóðin átti heimtingu á að fá að sjá og heyra þessa fyrstu tónleika. Það eru engin tæknileg rök  gegn því að þetta hafi ekki verið hægt. Stjórnendur Hörpu áttu að gera ráð fyrir þessu frá upphafi. Ganga út frá þessu.  Allur tæknibúnaðurinn er til. Harpa er þjóðareign. Þjóðin átti að fá að sjá og heyra. Ekki bara nokkrir útvaldir. Þetta voru alvarleg mistök. Það átti að gera ráð fyrir þessu frá upphafi,“ skrifar Eiður.

Færsla Eiðs
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...